Naglasett Nipper clipper
Naglasett Nipper clipper

1. Fremst á klippunum er lítill „gluggi“ þar sem hægt er að fylgjast alveg nákvæmlega með staðsetningu klippanna miðað við nöglina sem á að  klippa. 

2. Á meðan klippt er sér meðfylgjandi appið Timmy Tickle Baby um að fanga athygli barnsins sem er annars að öllu jöfnu ekki beint sátt á meðan naglasnyrting stendur yfir! 

3. Loks er á klippunum naglaþjöl  með S-sveigju sem kemur fullkomlega í veg fyrir skarpar brúnir naglanna eftir klippinguna.

Nipper Clipper-naglaklippurnar eru eins þægilegar og hugsast getur og svo eru þær hljóðlátar að auki. Og sú skemmtilega nýjung sem gægjugatið er fyllir þann sem er að klippa kærkominni öryggiskennd því hann sér nákvæmlega hvort klippurnar eru rétt staðsettar hverju sinni. Síðan má ljúka þessu verkferli með því að slípa hvassar brúnir naglanna með S-naglaþjölinni sem er á klippunum. 

„Ég tel að Nipper Clipper-naglaklippurnar séu beinlínis ómissandi fyrir foreldra lítilla barna og það er alveg yndislegt að sjá nú þessa nýjung, sem dregur úr áhyggjum nýbakaðra foreldra, í hillum ýmissa verslana. “ 

Nöglin sést vel í gegnum „glugga“ á klippunum.


Nýjar naglaklippur, Nipper Clipper, auðvelda þetta verkefni og það  með þrennum hætti

 

Ólavía og Oliver | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavik | oo@oo.is

Birt með fyrirvara um villur og verðbreytingar