Concord Reverso Plus
Concord Reverso Plus

Reverso er virkilega vandaður bakvísandi bílstóll sem uppfyllir nýja evrópska I-size öryggisstaðalinn. Ungbarnainnlegg sem hægt er að nota upp í 3-5 mánaða fylgir með. Án ungbarnainnleggsins er hægt að nota stólinn þangað til barnið nær 105 cm á hæð. Snúningstakki til að stilla halla stólsins er beggja megin við stólinn svo alltaf sé auðvelt aðgengi að honum. Stóllinn er gerður úr léttu áli og höggdeyfandi efni sem gefur hámarksvörn með lámarksþyngd. Isofix er svo notað til þess að festa stólinn á auðveldan og öruggan hátt í bílinn.


 

Ólavía og Oliver | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavik | oo@oo.is

Birt með fyrirvara um villur og verðbreytingar