Dream Sheep
Dream Sheep

Þessi blanda af hljóðum og ljósi hefur einstaklega róandi áhrif á börnin og hjálpar þeim að falla í friðsælan svefn.
Úr bangsanum er hægt að stilla 4 hljóð.
1. Hjartsláttur og alvöru upptaka af hljóðum sem barn heyrir í móðurkviði. Rannsóknir hafa sýnt að slík hljóð séu mjög róandi og geti gert kraftaverk fyrir óróleg börn.
2. Hjartsláttur og ryksuguhljóð.
3. Hjartsláttur og hörputónlist.
4. Hjartsláttur og rigningarhljóð.
Hljóðin spilast í 20 mínútur í 125Hz sem er sama tíðni og börnin heyra í móðurkviðnum og gerir það að verkum að þau virka vel við að svæfa börnin.
Þar sem rannsóknir sýna fram á að börn róist við það sem þau geta tengt við móðurkviðinn þá var bleika bjarmanum bætt við bangsann til að auka róandi áhrif bangsans enn meira.
Velcro rennilásinn sem fastur er á bangsann gerir það auðvelt að festa hann á rúmið, bílstólinn eða vagninn.


Bangsinn gefur frá sér hljóð með einstaklega lágri tíðni og glóandi bleiku ljósi

 

Ólavía og Oliver | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavik | oo@oo.is

Birt með fyrirvara um villur og verðbreytingar