Bók Fyrstu 1000 dagarnir
Skrímsli í heimsókn
Stóra skrímslið ætlar á veiðar en litla skrímslið hefur ekki tíma. Loðna skrímslið er komið í heimsókn. Stóra skrímslinu finnst ekkert gaman og hugurinn hvarflar til besta vinarins. Hvað ætli litla skrímslið sé að gera núna?
Skrímsli í heimsókn er fimmta bókin um stóra og litla skrímslið sem eiga ótal vini meðal barna og fullorðinna víða um heim, ekki síst í heimalöndum höfundunna: Íslandi, Svíþjóð og Færeyjum. Bækurnar hafa hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur.
Skrímslapest
Þegar stóra skrímslið fær skrímslapest heimsækir litla skrímslið auðvitað vin sinn. En mikið er erfitt að gera stóra skrímslinu til hæfis þegar það er lasið! Nú reynir sannarlega á vináttuna.
Skrímslapest er fjórða bókin um skrímslin tvö sem eiga ótal aðdáendur meðal barna og fullorðinna víða um heim, ekki síst í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Svíþjóð og Færeyjum.
Fyrsta bókin, Nei! sagði litla skrímslið, hlaut Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin og Stór skrímsli gráta ekki var sæmd Barnabókaverðlaunum menntaráðs Reykjavíkur.
Bók Skrímslaleikur
Litla skrímslið og stóra skrímslið eru að bauka eitthvað saman í leyni. Þegar loðna skrímslinu er svo boðið til leiks finnur það hvergi vini sína! Hvaða óvættir hafa eiginnilega lagt undir sig sviðið?
Skrímslaleikur er tíunda bókin um litla og stóra skrímslið. Níunda bókin, Skrímsli í vanda, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækurnar um skrímslin hafa komið út á fjölda tungumála og hvarvetna vakið hrifningu.